Vinstra hret
Ég hafði einusinni trú á Vinstri Grænum, m.a. vegna þess að þeir virtust alltaf samkvæmir sjálfum sér. Þeir voru alltaf skýr valkostur, ólíkt t.d Samfylkingunni sem kom alltaf út sem ósamstæður hópur af mis bitru og stefnulausu fólki með blindklúta og valdasýki. Nú stendur hinsvegar ekki steinn yfir steini hjá Steingrími og co. og ljóst að flokkurinn er kominn vel á leið með að moka eigin gröf svo djúpa að sennilega komast þeir aldrei upp aftur. Ég lýsi yfir frati, þó aðalega sárum vonbrigðum með þetta fólk.
Hvað höfum við lært á síðustu misserum? Jú, ef þú ert ekki sáttur við að allt fari fram nákvæmlega eftir þínu höfði, gakktu þá á braut og skelltu á eftir þér. Aldrei íhuga málamiðlanir og ekki horfa út fyrir þrönga rörið sem þú ákvaðst að væri best fyrir svo löngu síðan. Síðan er bara að stofna nýjan stjórnmalaflokk, enda lítur ekki út fyrir að þeir verði nema svona 25 í næstu kostningum. Svona er þetta reyndar því miður í fleiri flokkum.
Kveðja, Bjarni
Hvað höfum við lært á síðustu misserum? Jú, ef þú ert ekki sáttur við að allt fari fram nákvæmlega eftir þínu höfði, gakktu þá á braut og skelltu á eftir þér. Aldrei íhuga málamiðlanir og ekki horfa út fyrir þrönga rörið sem þú ákvaðst að væri best fyrir svo löngu síðan. Síðan er bara að stofna nýjan stjórnmalaflokk, enda lítur ekki út fyrir að þeir verði nema svona 25 í næstu kostningum. Svona er þetta reyndar því miður í fleiri flokkum.
Kveðja, Bjarni
Ummæli