Video og brjálað að gera


Er með einhvern haug af myndum sem móðir mín er alltaf að bíða eftir að ég setji inn á netið. Það hlýtur að fara að koma að þessu. Ég er ekki að kvarta þegar ég segi það, en það er alveg brjálað að gera hjá mér núna. Þegar háskólanámið blandast ofan í fjölskyldulífið, æfingar og þegar maður er að skipta um vinnu þar að auki, þá er ekki mikill tími aflögu. Ég hendi því inn einu krúttlegu myndbandi af erfingjanum til að byrja með. Birtan og gæðin eru ekki góð en gleðin skín í gegn.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði