Útsvar og sund

Dreymdi að ég var að keppa í Útsvarinu. Þetta er nú eitthvað óljóst í hausnum á mér, en ég man að þetta var tekið upp í einhverju skólahúsi, grunnskóla einhversstaðar. Ég man að Anna Dóra á Helluvaði var annar spyrilinn og það voru 2 stelpur með mér í liði, man ekki hverjar. Ekki man ég heldur við hverja við vorum að keppa. Hinsvegar man ég að fjölskyldan mín var öll að fylgjast með, þ.m.t. amma mín. Borðið sem mitt lið sat við, hrörlegt og smíðað úr mótatimbri, var miklu lengra frá bjöllunni heldur en hjá hinu liðinu. Ég átti að hlaupa en náði aldrei bjöllunni. Þegar við áttum eftir eina 15 stiga spurningu man ég að við vorum með 12 stig en hitt liðið 60 og eitthvað. Lægsta stigatala í Útsvarinu frá upphafi og þvílík niðurlæging.

Eftir að þetta var búið fór ég út í garð að keppa í sundi með Arnrúnu Höllu og einhverjum börnum. Ég ætlaði að keppa í bringusundi þar sem ég kann ekki skriðsund. Öll börnin kunnu hinsvegar að synda skriðsund. Þetta varð því önnur niðurlæging á skömmum tíma.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú átt eftir að keppa í útsvari á næsta ári greinilega. Þú hefðir kannski átt að prófa að synda bringusund að bjöllunni.

kveðja frá Dominicu

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði