Ósmann
Incubation time hjá mér í vinnunni og því ekki úr vegi að henda inn nokkrum línum.
Skellti mér í magnaðan hjólatúr á Aðalsteini í gær. Fór fyrst að heimsækja Ósmann en hjólaði svo upp úr bænum í hina áttina. Gott veður, mikið af fólki komið út að hreyfa sig. Fór 27 km og það er gaman að finna hvað líkaminn, aðalega anusinn þó, venst þessum nýju stellingum og álagi smátt og smátt. Ég er með 2 ferðir á döfunni á næstunni; ætla að hjóla í Steinhóla (til tengdó) og svo langar mig að fara upp á skíðasvæði, sem verður reyndar nokkuð strembið reikna ég með.
Fengum gesti í mat um helgina, Halldór og Hildur á Ríp kíktu með börnin. Eldaði folalda fillet og lund. Borið fram með Bearnaise og frönskum. Það var ekki svo vitlaust en sennilega best að éta þetta ekki oft í viku.
Skilaði mínu fyrsta verkefni í Háskóla Íslands í gærkvöldi/nótt. Skrítin tilfinning að vera kominn í skóla aftur. Áhugavert á hinn bóginn að vera að læra eitthvað svona djöfull áhugavert. Jæja nú er kominn tími á að setja chromogen substrate út í elísuna...
Kveðja, Bjarni
Ps. Erum að vinna í myndapakka fyrir afa og ömmur
Ummæli