Gulltyppi

Charlie Sheen, sem er 45 ára gamall, á að hafa sofið hjá yfir 5000 konum um ævina. Gefum okkur bara að þær séu 5200 svona til að segja eitthvað (þetta er hvort sem er svo súrrealískt). Ef hann byrjaði að sofa hjá 16 ára þá á hann að baki (eða á baki) 29 farsæl ár í stóðlífi. Það þýðir því að hann hefur að meðaltali legið með 3,46 konum á viku sem þýðir kynlíf með nýjum bólfélaga annan hvern dag.

Það væri gaman að vita hver reiknaði þetta út, hann eða blaðamenn.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði