Jæja góðir hálsar. Nú höfum við feðgar gert góða reisu á smálenskar veiði og koppagrundir. Óhætt er að segja að við höfum skilið eftir okkur sviðna jörð, fært björg í bú og margan bokkinn fellt. Sænskum veiðifélögum okkar var hætt að lítast á blikuna og vorum við komnir með gula spjaldið, enda búnir að skjóta rúmlega helmingi meira en 6 kallar til samans (já ég er með þingeyskt loft í lungum). Ég læt vera að gera díteila í þetta skiptið enda ný kominn til byggða og er heldur þreyttur til fingranna. Hendi samt hér með inn hér smá myndaskonsum.

Legg af stað til Ísland á fimmtudag og held til Bandaríkjanna nokkrum tímum síðar. Þá munu bætast í safnið fræknar golfsögur og enn fleiri myndir. Þá mun ég búa til fagrar möppur fullar af fallegum myndum af mér. Hafið það gott.


Mynd 1. Bockinn sem ég skaut fyrsta morguninn kl.05:30. Færi ca. 50 - 60 metrar, bógskot, eitt hopp upp í loft og hann var allur greyið.
Mynd 2. Pabbi gerir að bocknum sem hann skaut ca. klukkustund eftir að ég skaut minn. Færi 70 - 80 metrar. Gott skot í bóginn, bockinn hljóp af stað en var allur er hann var kominn af akrinum og í kantinn á skóginum.
Mynd 3. Bockinn sem ég skaut fyrsta morguninn.

Mynd 4. Bockinn sem ég skaut um kvöldið á sama stað og við sátum um morguninn. Höfðum setið í 30 mínútur þegar hann birtist hinumegin við akurinn, 100- 120 metra í burtu. Bógskot, bockinn hoppaði upp, hljóp af stað en var farinn á vit forfeðranna þegar hann kom í skógarkantinn.

Mynd 5. Kvöldið eftir sátum við á nýjum stað. Vorum að bíða eftir villisvínum þegar þessi kom í færi. Pabbi felldi hann á 50 metra færi, hann steinlá blessaður (bockinn).

Jæja nú er þetta að verða ítarlegra heldur en ég hafði ætlað mér. En hafið það samt gott.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Halldór sagði…
Það er aldeilis.
Bjarni sagði…
Já það þýðir ekkert að vera að slaka á í þessu helvíti;) Er að hlusta á Bon Iver núna. Takk fyrir að láta mig vita, það er alveg rétt, þetta er akkúrat rétti skíturinn fyrir gamla kalla. Hef reyndar heyrt Skinny love einhversstaðar áður.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap