Góðir hálsar

Nú er helgin liðin og mánudagsskíturinn kominn í brókina. Reyndar er ég í fríi í dag en svo gæti farið að ég þurfi að leggja af stað í vinnuferð í kvöld. Stefnan er tekin á Stykkishólm og ætlum við að merkja grásleppur þar í 3 daga. Ef þetta gengur eftir, þá tekur maður ábyggilega 3 daga helgi næst líka, fær sér frí á föstudag.

Helgin núna var með ágætum alveg ágæt. Emma vinkona Guðrúnar kom í heimsókn með son sinn Blæng og svo eru strákarnir hjá okkur núna. Það var því engin ládeyða hér á bæ. Fórum t.d á Reykjaströndina og það tók strákana ekki nema 4,4 mínútur að bleyta sig upp að hálsi í sjónum. Svo var það bara þetta venjulega, grillaðir borgarar, sund og ís. Að sjálfsögðu laumaði ég mér svo á völlinn þegar minnst varði.

Jæja en framtíðin er björt. Er að fara með strákana upp á völl í golfskóla, reyni að grípa í kylfu í leiðinni. Svo á ég marineraða grísalund í ískápnum. Fékk uppskrift frá Stebba en fann lítið í hana og flippaði því bara sjálfur. 3 mtsk olía, 1 rauður chilly (ferskur og fræhreinsaður) 2 stór hvítlauksrif, smá engifer bútur, maldonsalt og ferskt estragon úr glugganum. Sett í klessuplast í slatta tíma og svo skellt á logandi djöfull heitt grill. Læt vita hvernig bragðast.

Góðar stundir, Bjarni

Ummæli

Halldór sagði…
Grís er fyrir lýs, mátt ekki svíkja raunverulegt kjöt.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði