Þarna var ég ennþá brosandi en það átti eftir að breytast. Þá er Riftinu lokið, eitt af stóru markmiðum ársins. Ég gerði mér það morgunljóst áður en ég fór inn í þesssa keppni að ég mundi þurfa að grafa djúpt til að klára þetta með stæl en þetta varð í rauninni erfiðara en ég hefði getað ímyndað mér. Ég kláraði þetta en ekki var það með stæl. Brautin Hægt er að finna GPX-file af brautinni á heimasíðu The Rift og skoða betur. Brautin, sem aðeins öðruvísi í ár og er erfiðari, er tæplega 200 km með ca. 2500 metra hækkun og lagt af stað frá Hvolfsvelli. Hún byrjar fyrstu10 km á malbiki en svo er beygt upp á möl með nokkuð stöðugum hækkunum. Fljótlega taka svo við ár, grófir ruddaslóðar, vikur og sandar á víxl. Virkilega krefjandi brekkur bæði upp og niður. Stundum þarf að fara af hjólinu og ýta því upp brekkurnar. Maður hafði heyrt þetta allt áður og þetta kom mér s.s. ekkert á óvart. Annars liggur leiðin um Fjallabaksleið, upp í Landmannalaugar að Heklurótum og ég veit ekki hvað og hvað. ...
Ummæli
Ef öll lönd í heiminum eru með viðskiptahalla þá er viðskiptahallinn ekki enginn
Ef öll lönd í heiminum eru með x þá er x ekki ekkert
Þetta er rökfræðilega jafngilt og
Ef öll lönd í heiminum eru með ekki x þá er ekki x ekki ekkert
Ef öll lönd í heiminum eru með ekki geimverur þá er ekki geimvera ekki ekkert
Svarið við vangaveltunum veltur á því í fyrsta lagi hvað: ekki geimvera sem er ekki ekkert er? Og hins vegar á því (á mannamáli) hvað aðgreinir vísindi frá því sem ekki fellur undir vísindi= geimverur, guð og jólasveinninn…?
Til að hafna tilgátunni þá er a) hægt að hafna hugmyndinni um frumspeki (guð, geimverur, jólasveinn eru merkingarlaus hugtök) b) taka upp hugmynd Popper um afsannanleika tilgátu sem grunnskilyrði fyrir því að hún teljist vísindaleg þ.e. hún sé ekki aðeins sannreynanleg heldur fyrst og fremst afsannanleg ( það er ekki hægt að afsanna guð, geimverur, jólasvein) eða hafna þessum tveimur hugmyndum (viðskiptahalli og guð/geimverur/jólasveinn) á þeim forsendum að þær tilheyri ekki sama kenningarlega samhenginu a la Thomas Kuhn.
Kærar kveðjur
Þóra að skrifa hsp ritgerðina sína í græna herberginu á Hellum
“Some glad of solitude will lead a withdrawn existence on the icy slopes of logic”
kv,bj
kveðja Doddmundur Freti
Röksemdarfærslan ætti að vera svona:
Ef öll lönd í heiminum eru með viðskiptahalla þá er viðskiptahallinn ekki enginn
Ef öll lönd í heiminum eru með x þá er x ekki ekkert
Þetta er rökfræðilega jafngilt og
Ef öll lönd í heiminum eru með ekki x þá er ekki x ekki ekkert
Ef öll lönd í heiminum eru með geimverur þá er geimvera ekki ekkert.
geimvera sem er ekki ekkert er auðvitað geimvera eða hvað...