1. apríl

Ég hef það líka svona ljómandi gott í dag. Búinn að skila ritgerðinni minni og líklega kominn með hrikalega góða vinnu sem ég byrja í strax í næstu viku. Þegar ég kíkti í heimabankann í morgunn sá ég líka að allir mínusar höfðu breyst í +. Svo er ég líka orðinn góður í golfi. Besti dagur í heimi....

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Innilega til hamingju með áfangann Bjarni...
Og aftur innilega til hamingju með vinnuna..

Verð nú samt að sjá með berum augum þetta í sambandi við golfið !


Spilamann
Nafnlaus sagði…
Er þetta aprílgabb ?
kv. Jóhanna
Bjarni sagði…
Já því miður stendur ekki steinn yfir steini af þessu rugli. Spilamann.. Æ möst breik jú þis sömmer in þe geim of golf....ha ha ha og Eyjólfur
Nafnlaus sagði…
Ég var þá látinn hlaupa eftir allt saman. Hélt að ég hefði sloppið. Slunginn ertu Bjarni..
Hefði getað sagt mér að það væri eitthvað skrítið við þetta allt saman, en þó sérstaklega golfið ;)

Spilamann

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði